Öskureiður og taldi Steinda vera að stela barninu sínu á Tenerife Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2020 12:30 Steindi kynnist Auðunni Blöndal í rauninni árið 2010 á Tenerife. Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni. FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni.
FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira