Öskureiður og taldi Steinda vera að stela barninu sínu á Tenerife Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2020 12:30 Steindi kynnist Auðunni Blöndal í rauninni árið 2010 á Tenerife. Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni. FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni.
FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Sjá meira