Innlent

Tuttugu og sjö á sjúkrahúsi með COVID-19: Fleiri þurft að leggjast inn undanfarna daga

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Landspítalans undanfarið út af faraldrinum. 
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Landspítalans undanfarið út af faraldrinum.  Vísir/Vilhelm

Tuttugu og sjö sjúklingar liggja nú á Landspítalanum með COVID-19. Fjórir eru á gjörgæsludeild þar af tveir í öndunarvél. 

Þeim hefur fjölgað síðustu daga sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús með sjúkdóminn en í gær voru lágu tuttugu og fimm sjúklingar á Landspítalanum með COVID-19.

Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítala segir 1.222 séu í eftirliti Covid-göngudeildarinnar en þar af eru 218 börn. 

Sextíu og níu greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn en 78% þeirra voru í sóttkví. Þeim hefur fjölgað síðustu daga sem hafa verið í sóttkví þegar þeir greinast með veiruna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.