Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2020 06:31 Lið Dusty CS:GO DUSTY Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Sjá meira
Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Sjá meira