Talar fyrir því að Katrín Tanja eigi að vera á Mt. Rushmore CrossFit íþróttarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 08:01 Það er auðvelt að færa rök fyrir því að bæði Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ættu að vera á Mt. Rushmore CrossFit íþróttarinnar. Báðar hafa þær orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar og alls átta sinnum samanlagt komist á verðlaunapall á heimsleikum. Instagram/@katrintanja Það styttist í ofurúrslit heimsleikanna í CrossFit og þar eigum við Íslendingar glæsilegan fulltrúa. Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur þegar búið til glæsilega ferilsskrá í CrossFit íþróttinni en hún er langt frá því að vera hætt. Hún er í hópi þeirra allra bestu í sögu sinnar íþróttar. Framundan eru ofurúrslit heimsleikanna þar sem Katrín Tanja er ein af fimm bestu CrossFit konum heimsins sem munu keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja keppir þar við hina áströlsku Tiu-Clair Toomey sem og bandarísku stelpurnar Brooke Wells, Haley Adams og Kari Pearce. CrossFit síðan Morning Chalk Up er dugleg að hita upp fyrir lokaúrslit heimsleikanna sem fara fram frá 19. til 25. október næstkomandi. Tommy Marquez á Morning Chalk Up ræddi sögulega og núverandi stöðu Katrínar Tönju Davíðsdóttir innan CrossFit íþróttarinnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og varð í þriðja sætinu árið 2018. Frá og með fyrsta heimsmeistaratitli sínum þá hefur hún alltaf endað meðal þeirra fimm efstu á heimsleikunum. Katrín Tanja varð fjórða í fyrra og í fimmta sæti árið 2017. Hér fyrir neðan má sjá úttekt Morning Chalk Up á stöðu Katrínar Tönju í sögu CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram Already securing her 6th consecutive top 5 CrossFit Games finish, Katrin Davidsdottir has a chance to add another notch on her belt: A 4th career podium finish or a 3rd Games title. @tommymarquez analyzes Katrin's case for the CrossFit Games Mt. Rushmore in the LINK IN BIO. Perhaps we shouldn't be so quick to overlook her chances at another Games title. After all, she's the only athlete left in the field to beat Tia in a live individual competition...ever. ___ #crossfitgirls #girlswhocrossfit #morningchalkup #crossfitgames #crossfitgames2020 #crossfit #nobull A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 6, 2020 at 2:57pm PDT „Hún er þegar búin að tryggja sér í sjötta sinn sæti meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum. Katrín Davíðsdóttir hefur nú tækifæri til að bæta við rós í hnappagatið: Fjórða skipti á verðlaunapalli eða þriðja heimsmeistaratitilinn,“ skrifaði Morning Chalk Up á Instagram síðu sína og bætti við: „Tommy Marquez fer yfir rökstuðninginn fyrir því að Katrin eigi að vera á Mt. Rushmore CrossFit íþróttarinnar.“ Mt. Rushmore eða Rushmore-fjall er fjall í Suður-Dakóta. Í fjallið hefur verið höggvið risavaxið minnismerki, sem sýnir átján metra há andlit fjögurra fyrrum forseta Bandaríkjanna eða þeirra George Washington (1732-1799), Thomas Jefferson (1743-1826), Theodore Roosevelt (1858-1919) og Abraham Lincoln (1809-1865). Almennt er talað um það í Bandaríkjunum að þegar viðkomandi er kominn í hóp þeirra fjögurra bestu í sögunni á sínu sviði þá er hann kominn í úrvalshópinn á Mt. Rushmore. „Kannski ættum við ekki að vera svo fljót að afskrifa möguleika hennar á því að vinna annan heimsmeistaratitil. Eftir allt saman þá er hún eini keppandinn sem er eftir í keppninni sem hefur einhvern tímann unnið Tiu í lifandi keppni,“ segir í umfjöllun Morning Chalk Up. Umfjöllun Morning Chalk Up um Katrínu Tönju Davíðsdóttur er hins vegar læst efni og því er ekki hægt að lesa hana nema að borga aðgang að síðunni. CrossFit Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Það styttist í ofurúrslit heimsleikanna í CrossFit og þar eigum við Íslendingar glæsilegan fulltrúa. Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur þegar búið til glæsilega ferilsskrá í CrossFit íþróttinni en hún er langt frá því að vera hætt. Hún er í hópi þeirra allra bestu í sögu sinnar íþróttar. Framundan eru ofurúrslit heimsleikanna þar sem Katrín Tanja er ein af fimm bestu CrossFit konum heimsins sem munu keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja keppir þar við hina áströlsku Tiu-Clair Toomey sem og bandarísku stelpurnar Brooke Wells, Haley Adams og Kari Pearce. CrossFit síðan Morning Chalk Up er dugleg að hita upp fyrir lokaúrslit heimsleikanna sem fara fram frá 19. til 25. október næstkomandi. Tommy Marquez á Morning Chalk Up ræddi sögulega og núverandi stöðu Katrínar Tönju Davíðsdóttir innan CrossFit íþróttarinnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og varð í þriðja sætinu árið 2018. Frá og með fyrsta heimsmeistaratitli sínum þá hefur hún alltaf endað meðal þeirra fimm efstu á heimsleikunum. Katrín Tanja varð fjórða í fyrra og í fimmta sæti árið 2017. Hér fyrir neðan má sjá úttekt Morning Chalk Up á stöðu Katrínar Tönju í sögu CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram Already securing her 6th consecutive top 5 CrossFit Games finish, Katrin Davidsdottir has a chance to add another notch on her belt: A 4th career podium finish or a 3rd Games title. @tommymarquez analyzes Katrin's case for the CrossFit Games Mt. Rushmore in the LINK IN BIO. Perhaps we shouldn't be so quick to overlook her chances at another Games title. After all, she's the only athlete left in the field to beat Tia in a live individual competition...ever. ___ #crossfitgirls #girlswhocrossfit #morningchalkup #crossfitgames #crossfitgames2020 #crossfit #nobull A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 6, 2020 at 2:57pm PDT „Hún er þegar búin að tryggja sér í sjötta sinn sæti meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum. Katrín Davíðsdóttir hefur nú tækifæri til að bæta við rós í hnappagatið: Fjórða skipti á verðlaunapalli eða þriðja heimsmeistaratitilinn,“ skrifaði Morning Chalk Up á Instagram síðu sína og bætti við: „Tommy Marquez fer yfir rökstuðninginn fyrir því að Katrin eigi að vera á Mt. Rushmore CrossFit íþróttarinnar.“ Mt. Rushmore eða Rushmore-fjall er fjall í Suður-Dakóta. Í fjallið hefur verið höggvið risavaxið minnismerki, sem sýnir átján metra há andlit fjögurra fyrrum forseta Bandaríkjanna eða þeirra George Washington (1732-1799), Thomas Jefferson (1743-1826), Theodore Roosevelt (1858-1919) og Abraham Lincoln (1809-1865). Almennt er talað um það í Bandaríkjunum að þegar viðkomandi er kominn í hóp þeirra fjögurra bestu í sögunni á sínu sviði þá er hann kominn í úrvalshópinn á Mt. Rushmore. „Kannski ættum við ekki að vera svo fljót að afskrifa möguleika hennar á því að vinna annan heimsmeistaratitil. Eftir allt saman þá er hún eini keppandinn sem er eftir í keppninni sem hefur einhvern tímann unnið Tiu í lifandi keppni,“ segir í umfjöllun Morning Chalk Up. Umfjöllun Morning Chalk Up um Katrínu Tönju Davíðsdóttur er hins vegar læst efni og því er ekki hægt að lesa hana nema að borga aðgang að síðunni.
CrossFit Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira