Léleg lýsing og mikill snjór gerði flugmönnum erfitt fyrir þegar vélin rann út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 17:55 För eftir hliðarskrið flugvélarinnar á Keflavíkurflugvelli að morgni 10. mars 2018. Myndin er úr skýrslu RNSA. Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira