Léleg lýsing og mikill snjór gerði flugmönnum erfitt fyrir þegar vélin rann út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 17:55 För eftir hliðarskrið flugvélarinnar á Keflavíkurflugvelli að morgni 10. mars 2018. Myndin er úr skýrslu RNSA. Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira