Ókeypis í strætó í hundrað ár Baldur Borgþórsson skrifar 29. september 2020 12:01 Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar