Handbolti

KA/Þór komst á blað með sigri í Kaplakrika

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir er í liði KA/Þórs.
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir er í liði KA/Þórs. VÍSIR/HAG

KA/Þór heimsótti FH í Olís-deild kvenna í handbolta í Kaplakrika í kvöld en bæði liðin voru án sigurs eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Norðankonur tóku frumkvæðið fljótt og leiddu leikinn nær allan tímann.

Fór að lokum svo að KA/Þór vann tveggja marka sigur, 19-21, eftir að hafa leitt 9-12 í leikhléi.

Rut Jónsdóttir var markahæst í liði gestanna með sjö mörk en hjá heimakonum var Hildur Guðjónsdóttir atkvæðamest með fjögur mörk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.