Sport

Katrín Tanja: Búið að vera erfitt ár og mikið í gangi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja undirbýr sig fyrir dag tvö.
Katrín Tanja undirbýr sig fyrir dag tvö. mynd/katrintanja/instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir er eini íslenski keppandinn sem mun keppa í lokakeppni á heimsleikunum í CrossFit.

Katrín segist hafa fundið keppnisskapið sitt á ný eftir erfitt ár en undankeppni heimsleikanna fór fram um helgina.

Katrín var í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir að hún muni sakna Annie Mistar í lokaúrslitunum en Annie eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum og tekur þar af leiðandi ekki þátt í heimsleikunum.

„Þetta er í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær þar sem ég fer á keppnisgólfið án þess að hafa Annie með mér,“ sagði Katrín.

„Við gerum allt saman. Við löbbum alltaf inn á gólfið saman, spjöllum saman á milli og þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem hún er ekki með.“

Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu heldur ekki í úrslitin.

„Síðan núna eru Bjöggi og Sara ekki heldur. Það er líka skrýtið því ég held ótrúlega mikið með þeim. Þetta var svo mikið þjóðarstolt þegar við vorum öll saman.“

Katrín segir að það hafi mikið gengið á þessu ári en hún hafi fundið gleðina og kraftinn sem skilaði henni gullinu á heimsleikunum árin 2015 og 2016 í aðdraganda heimsleikanna.

„Þetta er búið að vera erfitt ár og mikið í gangi. Ég er búin að ná mjög góðum nokkrum mánuðum og að njóta vel. Ég er svo þakklát fyrir fólkið mitt og að fá að keppa.“

„Mér finnst ég hafa fundið aftur keppnis Katrínu sem var 2015 og 2016. Róleg út á gólfinu og ég notaði orkuna vel. “

Klippa: Katrín Tanja eini Íslendingurinn í lokakeppninni

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.