Framsókn í efnahagsmálum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 18. september 2020 14:00 Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar. Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi. Verjum störfin með ábyrgð Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands. Víða leynast tækifærin Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur. Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Alþingi Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar. Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi. Verjum störfin með ábyrgð Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands. Víða leynast tækifærin Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur. Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun