Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2020 14:34 Kristófer í viðtalinu. vísir/skjáskot Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03