Sara og Björgvin Karl þurfa að keppa eftir miðnætti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa ekki bara að vaka um miðja nótt heldur keppa á móti þeim bestu í heimi. Mynd/Samsett Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma. CrossFit Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira
Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma.
CrossFit Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira