Erlent

Söngvari og einn stofn­enda Kool & The Gang er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ronald Bell á tónleikum árið 2016.
Ronald Bell á tónleikum árið 2016. Getty

Bandaríski söngvarinn Ronald „Khalis“ Bell, einn af stofnendum sveitarinnar Kool & The Gang er látinn, 68 ára að aldri.

Bell andaðist á heimili sínu á Bandarísku jómfrúaeyjum í gær með konu sinni sér við hlið, að því er erlendir fjölmiðlar hafa eftir útgefanda Bell, Sujata Murthy. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins.

Kool & The Gang byrjaði sem djasssveit á sjöunda áratugnum en þróaðist í þá átt að spila blöndu af djassi, fönki, R&B og poppi og varð að lokum ein af stærstu og vinsælustu sveitum heims á áttunda áratugnum.

Sveitinn vann meðal annars til Grammy-verðlauna árið 1978 fyrir aðkomu sína að tónlistinni við kvikmyndina Saturday Night Fever, sem jafnframt er ein mest selda plata sögunnar.

Bell samdi og útsetti nokkra af helstu smellum sveitarinnar – lög eins og Celebration, Cherish, Ladies Night, Get Down On It, Jungle Boogie og Summer Madness. Sveitin gaf í heildina út 23 plötur.

Bell lætur eftir sig eiginkonu og tíu börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×