Sport

Anníe Mist: Árið 2020 hefur verið róstur­samt ár og líka í Cross­Fit-heiminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir varð mamma á árinu 2020 en það er líka árið þar sem mikið gekk á innan CrossFit heimsins.
Anníe Mist Þórisdóttir varð mamma á árinu 2020 en það er líka árið þar sem mikið gekk á innan CrossFit heimsins. Mynd/Instagram

Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir fékk í hendurnar mikilvægt verkefni þegar hún var valin í það að tala máli íþróttamannanna innan CrossFit samtakanna.

Anníe Mist var valin í sögulegt fjögurra manna ráðgjafateymi þar sem eru samankomnir miklir reynsluboltar sem hafa mikið fram að færa.

Anníe Mist Þórisdóttir er samt staðráðin að snúa til baka í CrossFit eftir barnseignafrí og henni er full alvara eins og sjá má á nýrri færslu hennar á Instagram.

Anníe Mist skrifar þá aðeins um þann heiður sem hún varð aðnjótandi fyrir nokkru þegar hún var ein af fjórum fyrstu meðlimunum í Athlete Advisory Counsel CrossFit samtakanna eða Íþróttamannaráði CrossFit.

„Árið 2020 hefur verið róstursamt ár og líka í CrossFit heiminum,“ byrjaði Anníe Mist Þórisdóttir stuttan pistil sinn á Instagram.

„Við börðumst fyrir breytingum innan okkar íþróttar og ég er spennt fyrir þeim skrefum sem höfuðstöðvarnar hafa tekið hingað til. Ég er mjög stolt af því að fá tækifæri til að móta framtíð okkar ótrúlegu íþróttar,“ skrifaði Anníe Mist.

„Ég er hluti af íþróttamannaráðinu (Athlete Advisory Counsel) og eftir tíu ár í íþróttinni þá vona ég að ég hafi eitthvað gott þar fram að færa. PFAA, samtök atvinnumanna í hreysti, hafa einnig verið stofnuð og mun vonandi spila stóra rullu í framtíðinni líka,“ skrifaði Anníe Mist.

„Mitt fyrsta tímabil hjá AAC mun enda í árslok því ég ætla að byrja að keppa aftur á árinu 2021,“ bætti Anníe Mist síðan við í lokin en það má sjá færsluna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×