Gekk úr myndveri til að sýna leikmönnum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:00 Inside the NBA á TNT nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. getty/Kevin Winter Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin.
NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30
Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00
Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18
Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31
Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30
LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00