Gekk úr myndveri til að sýna leikmönnum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:00 Inside the NBA á TNT nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. getty/Kevin Winter Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin.
NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30
Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00
Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18
Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31
Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30
LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00