LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 08:30 LeBron James og Kawhi Leonard eru tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar og spila með tveimur af besrtu liðunum, Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers. Getty/Brian Rothmulle Leikmenn NBA héldu fund saman eftir atburði gærkvöldsins þar sem öllum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var frestað í kjölfarið að á ákvörðun leikmanna Milwaukee Bucks að mæta ekki til leiks. Fundurinn var sagður hafa verið áhrifamikill og samtakamáttur leikmannanna mikill. Það er ljóst á öllu að NBA-leikmennirnir, sem hafa verið fastir saman í bubblunni á Flórída í að verða tvo mánuði, eru búnir að fá nóg af ástandinu í Bandaríkjunum. Heimildir fréttamannsins Brad Turners herma að leiðtogar Los Angeles liðanna hafi gengið svo langt að vilja ekki klára úrslitakeppnina í ár. Sources: Lakers forward LeBron James and Clippers forward Kawhi Leonard both spoke up in the players meeting Wednesday night and were adamant about not playing the rest of the playoffs and they wanted change. The players will have another meeting at 11 am East time Thursday.— Brad Turner (@BA_Turner) August 27, 2020 LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eru báðir sagðir hafa staðið upp á fundinum og talað um að hætta við úrslitakeppnina og heimta breytingar. Í frétt Sports Illustrated kemur fram að bæði Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers hafi síðan kosið með því að hætta keppni en ekki er vitað hvaða áhrif það hafði á hin liðin. Það voru reynsluboltarnir Chris Paul og Andre Iguodala sem stjórnuðu fundinum þar sem voru samankomnir allir leikmennirnir í NBA-bubblunni í Disney garðinum ía Flórída. The Los Angeles Lakers and L.A. Clippers were reportedly the only teams to vote against continuing the NBA season during Wednesday night's league-wide meeting.Posted by Sports Illustrated on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Leikmennirnir byrjuðu fundinn á því að taka við meðlimi úr fjölskyldu Jacob Blake en það var skotárás lögreglumanna á hann sem kallaði fram þessu hörðu viðbrögð leikmanna í NBA-deildinni. Það er mikil óvissa með framtíð úrslitakeppninnar en leikmenn munu funda aftur saman í dag og þá hafa menn fengið góðan tíma til að meta stöðuna og hugsa sinn gang. New ESPN story with @mcten: The NBA s Board of Governors and the players both have meetings scheduled for tomorrow morning, as both sides continue to discuss how to proceed with the NBA playoffs. https://t.co/FJvM2V6P9c— Tim Bontemps (@TimBontemps) August 27, 2020 Þeir sem ráða ríkjum í NBA-deildinni munu einnig funda í dag og á dagskrá hjá þeim verður að finna leiðir til þess að leysa stöðuna og fá leikmenn til að klára úrslitakeppnina sem hafði farið mjög vel af stað. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn og fyrir framan börnin sín þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Blake lifði skotárásina af en er lamaður. The NBA players opened the meeting on Wednesday night watching a Zoom call with Jacob Blake's family members, sources said. The call was eventually abandoned with muted family members looking at the players due to audio issues.— Marc J. Spears (@MarcJSpears) August 27, 2020 NBA Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Leikmenn NBA héldu fund saman eftir atburði gærkvöldsins þar sem öllum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var frestað í kjölfarið að á ákvörðun leikmanna Milwaukee Bucks að mæta ekki til leiks. Fundurinn var sagður hafa verið áhrifamikill og samtakamáttur leikmannanna mikill. Það er ljóst á öllu að NBA-leikmennirnir, sem hafa verið fastir saman í bubblunni á Flórída í að verða tvo mánuði, eru búnir að fá nóg af ástandinu í Bandaríkjunum. Heimildir fréttamannsins Brad Turners herma að leiðtogar Los Angeles liðanna hafi gengið svo langt að vilja ekki klára úrslitakeppnina í ár. Sources: Lakers forward LeBron James and Clippers forward Kawhi Leonard both spoke up in the players meeting Wednesday night and were adamant about not playing the rest of the playoffs and they wanted change. The players will have another meeting at 11 am East time Thursday.— Brad Turner (@BA_Turner) August 27, 2020 LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eru báðir sagðir hafa staðið upp á fundinum og talað um að hætta við úrslitakeppnina og heimta breytingar. Í frétt Sports Illustrated kemur fram að bæði Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers hafi síðan kosið með því að hætta keppni en ekki er vitað hvaða áhrif það hafði á hin liðin. Það voru reynsluboltarnir Chris Paul og Andre Iguodala sem stjórnuðu fundinum þar sem voru samankomnir allir leikmennirnir í NBA-bubblunni í Disney garðinum ía Flórída. The Los Angeles Lakers and L.A. Clippers were reportedly the only teams to vote against continuing the NBA season during Wednesday night's league-wide meeting.Posted by Sports Illustrated on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Leikmennirnir byrjuðu fundinn á því að taka við meðlimi úr fjölskyldu Jacob Blake en það var skotárás lögreglumanna á hann sem kallaði fram þessu hörðu viðbrögð leikmanna í NBA-deildinni. Það er mikil óvissa með framtíð úrslitakeppninnar en leikmenn munu funda aftur saman í dag og þá hafa menn fengið góðan tíma til að meta stöðuna og hugsa sinn gang. New ESPN story with @mcten: The NBA s Board of Governors and the players both have meetings scheduled for tomorrow morning, as both sides continue to discuss how to proceed with the NBA playoffs. https://t.co/FJvM2V6P9c— Tim Bontemps (@TimBontemps) August 27, 2020 Þeir sem ráða ríkjum í NBA-deildinni munu einnig funda í dag og á dagskrá hjá þeim verður að finna leiðir til þess að leysa stöðuna og fá leikmenn til að klára úrslitakeppnina sem hafði farið mjög vel af stað. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn og fyrir framan börnin sín þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Blake lifði skotárásina af en er lamaður. The NBA players opened the meeting on Wednesday night watching a Zoom call with Jacob Blake's family members, sources said. The call was eventually abandoned with muted family members looking at the players due to audio issues.— Marc J. Spears (@MarcJSpears) August 27, 2020
NBA Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira