Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 17:13 Bæði Drífa og Björn hafa hafnað því að Kópur sé aðili að ASÍ eða SGS. Vísir/Vilhelm Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira