Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 12. mars 2020 21:19 Einar Árni á hliðarlínunni. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira