Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2025 22:40 Kári Jónsson var frábær gegn Álftanesi í kvöld. vísir/Diego Valsmenn unnu afar sannfærandi og góðan sigur gegn Álftanesi í kvöld, 92-80, í lokaleik sjöundu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta, þrátt fyrir að missa Kristófer Acox af velli í fyrri hálfleik. Valur komst þar með upp að hlið Álftaness í deildinni en liðin eru bæði með átta stig. Ade Murkey var sá eini í Álftanesi sem komst ágætlega frá leiknum í kvöld.Vísir / Diego Álftanes tók stærra skref fram úr Val í fyrsta leikhlutanum og leiddi nánast allar fyrstu 10 leikmínúturnar í kvöld. Valsmenn voru þó aldrei langt undan en gestirnir náðu mest sjö stiga forskoti en Valsmenn nöguðu það niður, jöfnuðu en Álftanes leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta. Staðan 25-27 og flott gæði í leiknum. Dúi Jónss. og Kári Jónss. áttust við á löngum köflum í kvöld.Vísir / Diego Gæðin duttu heldur niður í öðrum leikhluta og komu langir kaflar þar sem karfan var frosin og boltinn neitaði að fara ofan í. Leikhlutinn endaði 16-14 fyrir Val og þar af leiðandi allt jafnt í hálfleik. Álftanes klikkaði á öllum vítum sínum í leikhlutanum og þriggja stiga skotin vildu ekki niður, sem var saga þeirra leiks meðal annars, en Valsmenn náðu ekki að ganga á lagið sóknarlega. Vonir stóðu til að jafnvægið og spennan yrði alls ráðandi í seinni hálfleik. Frank Aron Booker setti niður ansi margar mikilvægar körfur í kvöld.Vísir / Diego Sú varð ekki raunin. Valur keyrði fram úr, ekki hratt en örugglega. Eins og ég sagði þá voru þriggja stiga skotin ekki að rata heim hjá Álftanesi en þeir rötuðu heim hjá Val. Þeir fóru að setja þá niður og jafnt og þétt náði Valur að komast yfir og munurinn varð níu stig áður en Álftanes náði að komast í takt og minnka muninn niður í þrjú stig en þá var stigið á bensíngjöfina og munurinn varð 14 stig þegar þriðja leikhluta var lokið. Varnarleikur Vals til fyrirmyndar og sóknarlega voru þeir mjög flottir og körfurnar voru í öllum regnbogans litum. Griffin sá við Okeke í þetta skipti en sá fyrrnefndi skilaði góðu varnarhlutverki.Vísir / Diego Fjórði leikhluti var svo bara formsatriði. Hittni Álftnesinga var ekki nein en þegar upp var staðið þá klikkuðu gestirnir á 20 þriggja stiga skotum í röð áður en þristur fór niður í fjórða leikhluta. Val gekk mjög vel á báðum endum vallarins og fór Kári Jónsson á kostum og Frank Booker var með lóð sem að heldur betur tóku í vogarskálarnar. Að lokum endaði leikurinn með 12 stiga sigri Valsmanna, 92-80, en sigurinn var mikið sannfærandi en lokatölur gefa til kynna. Sigurður Pétursson treður en Álftanes hefði þegið fleiri svona körfur því ekki voru langskotin að fara niður.Vísir / Diego Atvik leiksins Það er brottrekstur Kristófer Acox. Honum fannst á sér brotið þegar hann keyrði á körfuna og lét dómarateymið heyra það og það endaði með tæknivillu á Kristófer. Síðar í fyrri hálfleik greip hann í höndina á David Okeke og fékk fyrir það óíþróttamannslega villu en það var eftir skjáskoðun. Honum var hent út en það virkaði sem vítamínssprauta fyrir Val sem gekk frá leiknum. Kristófer Acox áður en allt fór í skrúfuna fyrir hann.Vísir / Diego Stjörnur og skúrkar Kári Jónsson var maður leiksins. Tók Valsarana á bakið í fjórða leikhluta og bar þá heim. Skoraði 26 stig og sendi fimm stoðsendingar. Frank Aron Booker skoraði 22 stig og var hvert öðru mikilvægara. Hjá Álftanesi var Ade Murkey stigahæstur með 23 stig en aðrir voru varla með. Álftnesingarnir eru skúrkarnir í kvöld. Eins og ég sagði áðan þá klikkuðu 20 þristar í röð hjá Álftanesi og vítanýtingin var afleit. Þeir fengur 33 víti og nýttu 18 sem er ekki til útflutnings. Umgjörð og stemmning Ágætlega mætt á Hlíðarenda og góð stemmning. Álftnesingar létu meira í sér heyra lengst af en Valsarar kyrjuðu sína menn áfram á mikilvægum augnablikum. Dómarar Ég fór yfir atvikið hans Kristófers áðan en línan var skrýtin í kvöld. Það er ekki orðið einsdæmi finnst manni en dómgæslan hafði ekki úrslitaáhrif en hún var skrýtin á löngum köflum. Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Gunnlaugur Briem áttu sína kafla í kvöld. Góða og slæma.Vísir / Diego Viðtöl: Kjartan Atli: Holningin svekkir mig mest Kjartan Atli Kjartansson undrandi á leik sinna manna.Vísir / Diego Þjáflari Álftanes Kjartan Atli Kjartansson var sjánlega pirraður og svekktur og var spurður að því hvað það væri sem væri mest svekkjandi. „Holningin á liðinu mínu. Það er það sem svekkir mig mest akkúrat núna.“ Kjartan var þá spurður að því hvort það væri ekki vítanýtingin og þriggja stiga nýtingin sem sviði mest eftir leikin en skotnýting liðsins var afleit. „Þetta tengist allt saman. Skotin sem þú ert að fara upp í, hvernig líður þér þegar þú ert að taka þau. Þeir voru aggressívari en við í þessum leik og voru bara mjög klárir í því hvernig þeir spiluðu þennan leik.“ Hvað var sagt inn í klefa eftir leikinn og eru vandamál Álftnesinga frekar andleg en geta og taktík? „Við vorum bara að fara yfir hlutina. Við förum ekki yfir leikinn svona strax eftir leik en það eru atriði sem blasa við. Við þurfum svo bara að greina leikinn. Það er enginn sáttur með að tapa og við erum ekki sáttir með það hvernig þessi leikur fór.“ Sigurður Pétursson fór meiddur af velli í lok leiksins og var Kjartan spurður að því hvort hann hefði einhverjar fréttir en Siggi virtist misstíga sig frekar illa. „Nei, það bara kemur í ljós núna. Vonanadi er þetta ekki alvarlegt.“ Kári Jónss.: Það voru margir sem stigu upp Kári Jónsson gegn heiminum. Álftnesingar hefðu getað sent fleiri leikmenn á Kára án þess að stoppa hann.Vísir / Diego Kári Jónsson fór á kostum í kvöld og mun ásækja leikmenn Álftanes í draumum þeirra næstu daga því þeir réðu ekkert við hann. Hann var spurður hvað breyttist í hálfleik en allt var jafnt eftir fyrri hálfleikinn. „Við gripum bara eitthvað móment og keyrum með það. Við vorum frábærir varnarlega mest allan leikinn. Við vorum að klúðra auðveldum hlutum í fyrri hálfleik en við náðum að hreinsa það upp í seinni og létum þá hafa mikið fyrir öllum stigunum sínum.“ Finnst Kára þetta hafa verið besti leikur Vals í vetur? „Það er alveg hægt að segja það. Já klárlega. Allavega besta varnar frammistaða okkar í vetur. Það voru margir sem stigu upp og gerðu vel varnarlega.“ Hafði brottrekstur Kristófer Acox einhver áhrif á leik Vals? „Að sjálfsögðu. Hafði mikil áhrif á okkur en við nýttum orkuna vel. Slökuðum aðeins á og gripum augnablikið sem kom. Aðrir stigu upp og gerðu vel. Það er hægt að telja marga upp en við gripum orkuna og leyfðum henni að keyra okkur í gegnum leikinn.“ Það er ein umferð þangað til farið er í landsleikjahlé og var Kári spurður að því hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér bæði fyrir og eftir hlé. „Það er bara mikilvægur leikur í næstu viku. Við förum ekki alltof hátt eftir þennan. Við erum bara 4-3 og fullt af hlutum sem þarf að laga. Svo kemur pása og þá fer hausinn annað og svo er bara áfram gakk. Spennandi tímar.“ Bónus-deild karla Valur UMF Álftanes
Valsmenn unnu afar sannfærandi og góðan sigur gegn Álftanesi í kvöld, 92-80, í lokaleik sjöundu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta, þrátt fyrir að missa Kristófer Acox af velli í fyrri hálfleik. Valur komst þar með upp að hlið Álftaness í deildinni en liðin eru bæði með átta stig. Ade Murkey var sá eini í Álftanesi sem komst ágætlega frá leiknum í kvöld.Vísir / Diego Álftanes tók stærra skref fram úr Val í fyrsta leikhlutanum og leiddi nánast allar fyrstu 10 leikmínúturnar í kvöld. Valsmenn voru þó aldrei langt undan en gestirnir náðu mest sjö stiga forskoti en Valsmenn nöguðu það niður, jöfnuðu en Álftanes leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta. Staðan 25-27 og flott gæði í leiknum. Dúi Jónss. og Kári Jónss. áttust við á löngum köflum í kvöld.Vísir / Diego Gæðin duttu heldur niður í öðrum leikhluta og komu langir kaflar þar sem karfan var frosin og boltinn neitaði að fara ofan í. Leikhlutinn endaði 16-14 fyrir Val og þar af leiðandi allt jafnt í hálfleik. Álftanes klikkaði á öllum vítum sínum í leikhlutanum og þriggja stiga skotin vildu ekki niður, sem var saga þeirra leiks meðal annars, en Valsmenn náðu ekki að ganga á lagið sóknarlega. Vonir stóðu til að jafnvægið og spennan yrði alls ráðandi í seinni hálfleik. Frank Aron Booker setti niður ansi margar mikilvægar körfur í kvöld.Vísir / Diego Sú varð ekki raunin. Valur keyrði fram úr, ekki hratt en örugglega. Eins og ég sagði þá voru þriggja stiga skotin ekki að rata heim hjá Álftanesi en þeir rötuðu heim hjá Val. Þeir fóru að setja þá niður og jafnt og þétt náði Valur að komast yfir og munurinn varð níu stig áður en Álftanes náði að komast í takt og minnka muninn niður í þrjú stig en þá var stigið á bensíngjöfina og munurinn varð 14 stig þegar þriðja leikhluta var lokið. Varnarleikur Vals til fyrirmyndar og sóknarlega voru þeir mjög flottir og körfurnar voru í öllum regnbogans litum. Griffin sá við Okeke í þetta skipti en sá fyrrnefndi skilaði góðu varnarhlutverki.Vísir / Diego Fjórði leikhluti var svo bara formsatriði. Hittni Álftnesinga var ekki nein en þegar upp var staðið þá klikkuðu gestirnir á 20 þriggja stiga skotum í röð áður en þristur fór niður í fjórða leikhluta. Val gekk mjög vel á báðum endum vallarins og fór Kári Jónsson á kostum og Frank Booker var með lóð sem að heldur betur tóku í vogarskálarnar. Að lokum endaði leikurinn með 12 stiga sigri Valsmanna, 92-80, en sigurinn var mikið sannfærandi en lokatölur gefa til kynna. Sigurður Pétursson treður en Álftanes hefði þegið fleiri svona körfur því ekki voru langskotin að fara niður.Vísir / Diego Atvik leiksins Það er brottrekstur Kristófer Acox. Honum fannst á sér brotið þegar hann keyrði á körfuna og lét dómarateymið heyra það og það endaði með tæknivillu á Kristófer. Síðar í fyrri hálfleik greip hann í höndina á David Okeke og fékk fyrir það óíþróttamannslega villu en það var eftir skjáskoðun. Honum var hent út en það virkaði sem vítamínssprauta fyrir Val sem gekk frá leiknum. Kristófer Acox áður en allt fór í skrúfuna fyrir hann.Vísir / Diego Stjörnur og skúrkar Kári Jónsson var maður leiksins. Tók Valsarana á bakið í fjórða leikhluta og bar þá heim. Skoraði 26 stig og sendi fimm stoðsendingar. Frank Aron Booker skoraði 22 stig og var hvert öðru mikilvægara. Hjá Álftanesi var Ade Murkey stigahæstur með 23 stig en aðrir voru varla með. Álftnesingarnir eru skúrkarnir í kvöld. Eins og ég sagði áðan þá klikkuðu 20 þristar í röð hjá Álftanesi og vítanýtingin var afleit. Þeir fengur 33 víti og nýttu 18 sem er ekki til útflutnings. Umgjörð og stemmning Ágætlega mætt á Hlíðarenda og góð stemmning. Álftnesingar létu meira í sér heyra lengst af en Valsarar kyrjuðu sína menn áfram á mikilvægum augnablikum. Dómarar Ég fór yfir atvikið hans Kristófers áðan en línan var skrýtin í kvöld. Það er ekki orðið einsdæmi finnst manni en dómgæslan hafði ekki úrslitaáhrif en hún var skrýtin á löngum köflum. Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Gunnlaugur Briem áttu sína kafla í kvöld. Góða og slæma.Vísir / Diego Viðtöl: Kjartan Atli: Holningin svekkir mig mest Kjartan Atli Kjartansson undrandi á leik sinna manna.Vísir / Diego Þjáflari Álftanes Kjartan Atli Kjartansson var sjánlega pirraður og svekktur og var spurður að því hvað það væri sem væri mest svekkjandi. „Holningin á liðinu mínu. Það er það sem svekkir mig mest akkúrat núna.“ Kjartan var þá spurður að því hvort það væri ekki vítanýtingin og þriggja stiga nýtingin sem sviði mest eftir leikin en skotnýting liðsins var afleit. „Þetta tengist allt saman. Skotin sem þú ert að fara upp í, hvernig líður þér þegar þú ert að taka þau. Þeir voru aggressívari en við í þessum leik og voru bara mjög klárir í því hvernig þeir spiluðu þennan leik.“ Hvað var sagt inn í klefa eftir leikinn og eru vandamál Álftnesinga frekar andleg en geta og taktík? „Við vorum bara að fara yfir hlutina. Við förum ekki yfir leikinn svona strax eftir leik en það eru atriði sem blasa við. Við þurfum svo bara að greina leikinn. Það er enginn sáttur með að tapa og við erum ekki sáttir með það hvernig þessi leikur fór.“ Sigurður Pétursson fór meiddur af velli í lok leiksins og var Kjartan spurður að því hvort hann hefði einhverjar fréttir en Siggi virtist misstíga sig frekar illa. „Nei, það bara kemur í ljós núna. Vonanadi er þetta ekki alvarlegt.“ Kári Jónss.: Það voru margir sem stigu upp Kári Jónsson gegn heiminum. Álftnesingar hefðu getað sent fleiri leikmenn á Kára án þess að stoppa hann.Vísir / Diego Kári Jónsson fór á kostum í kvöld og mun ásækja leikmenn Álftanes í draumum þeirra næstu daga því þeir réðu ekkert við hann. Hann var spurður hvað breyttist í hálfleik en allt var jafnt eftir fyrri hálfleikinn. „Við gripum bara eitthvað móment og keyrum með það. Við vorum frábærir varnarlega mest allan leikinn. Við vorum að klúðra auðveldum hlutum í fyrri hálfleik en við náðum að hreinsa það upp í seinni og létum þá hafa mikið fyrir öllum stigunum sínum.“ Finnst Kára þetta hafa verið besti leikur Vals í vetur? „Það er alveg hægt að segja það. Já klárlega. Allavega besta varnar frammistaða okkar í vetur. Það voru margir sem stigu upp og gerðu vel varnarlega.“ Hafði brottrekstur Kristófer Acox einhver áhrif á leik Vals? „Að sjálfsögðu. Hafði mikil áhrif á okkur en við nýttum orkuna vel. Slökuðum aðeins á og gripum augnablikið sem kom. Aðrir stigu upp og gerðu vel. Það er hægt að telja marga upp en við gripum orkuna og leyfðum henni að keyra okkur í gegnum leikinn.“ Það er ein umferð þangað til farið er í landsleikjahlé og var Kári spurður að því hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér bæði fyrir og eftir hlé. „Það er bara mikilvægur leikur í næstu viku. Við förum ekki alltof hátt eftir þennan. Við erum bara 4-3 og fullt af hlutum sem þarf að laga. Svo kemur pása og þá fer hausinn annað og svo er bara áfram gakk. Spennandi tímar.“