Körfubolti

Körfuboltakvöld: Sláandi dagamunur á Keflvíkingum

Sindri Sverrisson skrifar

Það er magnaður munur á árangri Keflavíkur á fimmtudögum og föstudögum í Dominos-deild karla í körfubolta.

„Þetta er fáránleg tölfræði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar hann skoðaði muninn með sérfræðingum sínum í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Keflavík hefur unnið átta sigra á fimmtudögum en ekki tapað leik, en á föstudögum hefur liðið unnið þrjá leiki en tapað fimm.

„Snorri Örn, þú ert kominn með hlutverk,“ sagði Teitur Örlygsson léttur og beindi orðum sínum til Snorra Arnar Arnaldssonar, mótastjóra KKÍ. Innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: „Skítalykt af hárinu þeirra“

„Þegar þú spilar svona þá áttu náttúrulega ekki mikið skilið,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino's Körfuboltakvöldi um leik Þórs gegn Val á Akureyri í gærkvöld þar sem örlög Þórs svo gott sem réðust.

Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur

"Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×