Handbolti

Elliði leikur undir stjórn Guðjóns Vals í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elliði hefur gert góða hluti með ÍBV síðustu leiktíðir.
Elliði hefur gert góða hluti með ÍBV síðustu leiktíðir. Vísir/Daníeæ

Handboltamaðurinn úr Vestmannaeyjum, Elliði Snær Viðarsson, hefur yfirgefið Eyjarnar og mun leika í þýsku B-deildinni í vetur.

Eyjapeyinn hefur nefnilega samið við Gummersbach en fyrrum landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tók við stjórnartaumunum hjá Gummersbach í sumar.

„Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Elliði Snær er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar,“ segir í yfirlýsingu frá ÍBV.

Elliði er fæddur og uppalinn í Eyjum en hann kveður Eyjamenn með bikartitli en ÍBV varð bikarmeistari í vor.

Hann var einnig hluti af liði ÍBV sem varð þrefaldur meistari árið 2018 og hefur verið í yngri landsliðum Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.