Snorri segir að Halden hafi „klárlega verið óskamótherjinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2020 18:00 Snorri á hliðarlínunni í gær. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með að dragast gegn norska liðinu Halden í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. Dregið var í gær. Valur sló út Beykoz frá Tyrklandi um síðustu helgi en í fyrstu umferðinni slógu þeir út Bregenz frá Austurríki. Snorri Steinn var ánægður með sigurinn í Tyrklandi og segir að þetta hafi verið erfiðara en hann hafi búist við. „Ég veit ekki hversu stórt þetta er en þetta voru bara gríðarlega erfiðir leikir. Við spiluðum vel í báðum leikjunum og unnum þá báða með einu marki,“ sagði Snorri eftir sigur Vals á Fjölni í gær. „Tyrkirnir voru bara betri en ég átti von á. Þeir voru í betra formi og betur þjálfaðir en ég átti von á. Auðvitað átti ég von á að þetta yrði erfitt en að það þyrfti þessa frammistöðu til var ekki alveg eitthvað sem ég reiknaði með.“ „Þetta var bara ógeðslega erfitt og ég var mjög ánægður að hafa klárað þetta.“ Valsmenn drógust svo gegn norska liðinu Halden í næstu umferð og Snorri var himinlifandi með það enda gátu þeir þurft að ferðast mun lengri vegalengd. „Klárlega með voru þeir óska mótherjar, hvað fjarlægð varðar en sérstaklega fjárhagslega. Strákarnir hafa verið að safna fyrir þessu sjálfir þannig að þetta er jákvætt, án þess að ég hafi fengið einhverja verðhugmynd í þetta verkefni.“ Fyrri leikur Vals og Halden fer fram 21. eða 22. mars og sá síðari 28. eða 29. mars. „Enn aftur þá er þetta mjög verðugt verkefni. Ég geri ráð fyrir að öll þessi lið sem eru eftir séu lið sem geta farið alla leið. Ég er ekki byrjaður að skoða þessa Norðmenn en það er gaman að sjá hvar við stöndum gagnvart norsku liði,“ sagði Snorri. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum. 16. febrúar 2020 14:44 Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. 15. febrúar 2020 15:27 Valsmenn fara til Noregs Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. 18. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með að dragast gegn norska liðinu Halden í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. Dregið var í gær. Valur sló út Beykoz frá Tyrklandi um síðustu helgi en í fyrstu umferðinni slógu þeir út Bregenz frá Austurríki. Snorri Steinn var ánægður með sigurinn í Tyrklandi og segir að þetta hafi verið erfiðara en hann hafi búist við. „Ég veit ekki hversu stórt þetta er en þetta voru bara gríðarlega erfiðir leikir. Við spiluðum vel í báðum leikjunum og unnum þá báða með einu marki,“ sagði Snorri eftir sigur Vals á Fjölni í gær. „Tyrkirnir voru bara betri en ég átti von á. Þeir voru í betra formi og betur þjálfaðir en ég átti von á. Auðvitað átti ég von á að þetta yrði erfitt en að það þyrfti þessa frammistöðu til var ekki alveg eitthvað sem ég reiknaði með.“ „Þetta var bara ógeðslega erfitt og ég var mjög ánægður að hafa klárað þetta.“ Valsmenn drógust svo gegn norska liðinu Halden í næstu umferð og Snorri var himinlifandi með það enda gátu þeir þurft að ferðast mun lengri vegalengd. „Klárlega með voru þeir óska mótherjar, hvað fjarlægð varðar en sérstaklega fjárhagslega. Strákarnir hafa verið að safna fyrir þessu sjálfir þannig að þetta er jákvætt, án þess að ég hafi fengið einhverja verðhugmynd í þetta verkefni.“ Fyrri leikur Vals og Halden fer fram 21. eða 22. mars og sá síðari 28. eða 29. mars. „Enn aftur þá er þetta mjög verðugt verkefni. Ég geri ráð fyrir að öll þessi lið sem eru eftir séu lið sem geta farið alla leið. Ég er ekki byrjaður að skoða þessa Norðmenn en það er gaman að sjá hvar við stöndum gagnvart norsku liði,“ sagði Snorri.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum. 16. febrúar 2020 14:44 Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. 15. febrúar 2020 15:27 Valsmenn fara til Noregs Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. 18. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum. 16. febrúar 2020 14:44
Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. 15. febrúar 2020 15:27
Valsmenn fara til Noregs Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. 18. febrúar 2020 10:14