Handbolti

Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn

Magnús Óli Magnússon skoraði 9 mörk í dag.
Magnús Óli Magnússon skoraði 9 mörk í dag. vísir/vilhelm

Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25.Báðir leikir liðanna fara fram ytra en seinni leikurinn er á dagskrá á morgun. Sigurliðið kemst áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Magnús Óli Magnússon var markahæstur Valsmanna með 9 mörk og Anton Rúnarsson skoraði 8. Ásgeir Snær Vignisson skoraði 3, Róbert Aron Hostert og Stiven Tobar Valencia 2 hvor, og Benedikt Gunnar Óskarsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson 1 hvor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.