Handbolti

Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn

Magnús Óli Magnússon skoraði 9 mörk í dag.
Magnús Óli Magnússon skoraði 9 mörk í dag. vísir/vilhelm

Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25.

Báðir leikir liðanna fara fram ytra en seinni leikurinn er á dagskrá á morgun. Sigurliðið kemst áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Magnús Óli Magnússon var markahæstur Valsmanna með 9 mörk og Anton Rúnarsson skoraði 8. Ásgeir Snær Vignisson skoraði 3, Róbert Aron Hostert og Stiven Tobar Valencia 2 hvor, og Benedikt Gunnar Óskarsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson 1 hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.