Handbolti

Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi

Sindri Sverrisson skrifar
Agnar Smári Jónsson skoraði sex mörk í dag.
Agnar Smári Jónsson skoraði sex mörk í dag. vísir/Vilhelm

Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum.Valur var með naumt forskot eftir 26-25 sigur í gær, en báðir leikirnir fóru fram ytra. Í dag voru Tyrkirnir með frumkvæðið um tíma í seinni hálfleiknum, og komust í 28-26 þegar um tíu mínútur voru eftir. Eftir tvö mörk í röð frá Agnari Smára Jónssyni náði Valur að komast yfir að nýju en spennan var mikil á lokamínútunum. Beykoz jafnaði metin í 30-30 þegar enn var rúm hálf mínúta eftir en Ásgeir Snær Vignisson tryggði Val svo sigur eftir að Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari hafði tekið leikhlé.Ásgeir og Agnar Smári voru markahæstir með 6 mörk hvor í dag. Magnús Óli Magnússon skoraði 5, Róbert Aron Hostert 4, Vignir Stefánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson 3 mörk hvor, og Stiven Tobar Valencia 1.Áætlað er að 8-liða úrslitin fari fram 21.-22. mars og 28.-29. mars.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.