Handbolti

Halldór tekur við Selfossi í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór og Þórir Har­alds­son, formaður hand­knatt­leiks­deild­ar Sel­foss.
Halldór og Þórir Har­alds­son, formaður hand­knatt­leiks­deild­ar Sel­foss. mynd/selfoss

Halldór Jóhann Sigfússon tekur við karlaliði Selfoss eftir tímabilið. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Auk þess að þjálfa meistaraflokks karla verður Halldór framkvæmdastjóri handboltaakademíunnar á Selfossi.

Halldór var ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í lok nóvember. Hann klárar tímabilið í Safamýrinni og tekur svo við Selfossi.

Grímur Hergeirsson, sem tók við Selfossi fyrir þetta tímabil, lætur af störfum í sumar.

Halldór gerði kvennalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og karlalið FH að deildarmeisturum 2017 og bikarmeisturum 2019. Hann kom FH-ingum einnig tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

Selfoss er í 5. sæti Olís-deildar karla með 23 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni í Garðabænum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×