Innlent

Ó­vissu­stig á Kefla­víkur­flug­velli í morgun vegna einka­flug­vélar

Eiður Þór Árnason skrifar
Engin hætta var á ferðum en grunur var um rafbilun um borð.
Engin hætta var á ferðum en grunur var um rafbilun um borð. Vísir/vilhelm

Flugturn á Keflavíkurflugvelli tilkynnti í morgun um grænt óvissustig þegar flugvél með bilun í rafkerfi kom inn til lendingar. Hún lenti svo heilu og höldnu, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Um var að ræða einkaflugvél með fjóra farþega um borð sem var á leið frá Bandaríkjunum, að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia.

Þegar vélin hóf að lækka flugið til lendingar á Keflavíkurflugvelli komu vísbendingar um mögulega rafmagnsbilun og var sérstakur viðbúnaður á flugvellinum vegna þessa. Engin vandræði voru í lendingu og var því engin hætta á ferðum.

Tegund óvissustigs á vellinum tekur mið af fjölda farþega um borð og var um að ræða lægstu boðun.

Einnig þurfti að lenda annarri vél á Keflavíkurflugvelli í nótt vegna veikinda farþega um borð. Vélin var á leið frá Havana til Moskvu og var viðkomandi farþegi fluttur með sjúkrabíl á Landspítala í Fossvogi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.