Bíó og sjónvarp

Skapari Glæstra vona látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Lee Phillip Bell varð 91 árs að aldri
Lee Phillip Bell varð 91 árs að aldri AP/Danny Moloshok

Bandaríska sjónvarpskonan Loreley „Lee“ Phillip Bell sem skapaði sápuóperuna vinsælu Glæstar vonir (e. Bold and the Beautiful) ásamt eiginmanni sínum er látin, 91 árs að aldri.

Talskona Bell-Philipp framleiðslufyrirtækisins sem Bell stóð að ásamt eiginmanni sínum William J. Bell, greindi frá því að Bell hafi látist af náttúrulegum orsökum á heimili sínu þann 25.febrúar síðastliðinn.

Bell fæddist í Chicago í júní árið 1928 og hóf hún fjölmiðlaferil sinn í heimabænum en hún stýrði eigin spjallþætti frá 1953 til 1986. Þekktust var Bell fyrir starf sitt með áðurnefndum eiginmanni sínum en þau sköpuðu tvær vinsælar sápuóperur sem eru á meðal þeirra vinsælustu langlífustu.

Auk sápunnar Bold and the Beautiful sem hóf göngu sína 1987 voru Bell hjónin einnig að baki The Young and the Restless sem hefur verið í sýningu frá 1975.

William J. Bell lést árið 2005 en tveimur árum síðar hlaut hún heiðurs-Emmy verðlaun fyrir framlag sitt til sjónvarpsins.

Börn Bell eru þrjú og hafa þau öll starfað í kringum framleiðslu á Sápuóperunum the Young and the Restless og The Bold and the Beautiful.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×