Körfubolti

Dwyane Wade styður dóttur sína sem er transstelpa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wade-fjölskyldan á góðri stundu.
Wade-fjölskyldan á góðri stundu. vísir/getty

Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dwyane Wade styður þétt við bakið á næstelsta barni sínu sem kom nýlega út úr skápnum sem transstelpa.

Í viðtali við Ellen DeGeneres greindi Wade frá því að næstelsta barnið sitt, sem er tólf ára, hefði greint fjölskyldunni frá því að hún liti á sig sem transstelpu og vildi nota annað nafn en það sem henni var gefið við fæðingu. Hún gengur núna undir nafninu Zaya.

„Þegar barnið þitt kemur heim með spurningu eða eitthvað mál til að ræða um er það hlutverk okkar sem foreldra að hlusta og gefa því góð ráð,“ sagði Wade við Ellen.

Í gær birti Gabrielle Union, eiginkona Wades, myndband á Twitter þar sem hún kynnti Zaya.

„Hver er tilgangurinn með þessu ef þú reynir að vera einhver sem þú ert ekki?“ sagði Union í myndbandinu.


Zaya fæddist 29. maí 2007 og var gefið nafnið Zion Malachi Airamis Wade. Wade á hana með fyrri eiginkonu sinni, Siohvaughn Funches. Wade á alls fjögur börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.