Sport

Lamdi andstæðing með hjálmi og þykir hafa sloppið vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garrett lemur hér Rudolph.
Garrett lemur hér Rudolph. vísir/getty

NFL-deildin tilkynnti í gær að varnarmaður Cleveland Browns, Myles Garrett, væri kominn úr leikbanni og það kom mörgum á óvart.

Garrett reif hjálminn af Mason Rudolph, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, og notaði hann til þess að lemja leikstjórnandann í hausinn.


Hann fékk strax leikbann sem var ótímabundið. Flestir áttu von á því að hann myndi byrja næsta tímabil í banni þar sem hann missti aðeins sex leiki úr á nýliðinni leiktíð.

NFL-deildin er ekki í refsistuði og hefur aflétt banninu svo leikmaðurinn getur farið beint að æfa með félögum sínum.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.