Innlent

Svona eru aðstæður á Sæbraut í óveðrinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn og einn bíll er á götum borgarinnar.
Einn og einn bíll er á götum borgarinnar. Advania

Óveðrið er nú í hámarki á höfuðborgarsvæðinu og má glögglega sjá að íbúar hafa tekið ráðleggingum almannavarna og halda sig í stórum mæli heima hjá sér framan af degi.

Þetta má meðal annars sjá á götum borgarinnar þar sem bílaumferð er með minnsta móti. Strætóferðir liggja niðri framan af degi en staðan verður endurmetin á ellefta tímanum.

Hér að neðan má sjá vefmyndavél á húsi Advania við Sæbraut þar sem fylgjast má með umferðinni í stofngötunni í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.