RÚV leiðréttir frétt í kjölfar gagnrýni Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 20:30 Fréttastofa RÚV hefur beðist velvirðingar á staðhæfingunni. Vísir/vilhelm Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Í fréttinni sem um ræðir var sagt að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu. Fréttastofa RÚV hefur nú dregið þá fullyrðingu til baka og segir að hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Sjá einnig: Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ „Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12.nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“ Í leiðréttingunni frá fréttastofu RÚV er vísað til fyrri umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá því Samherji hafi greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur. „Þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.“ Jafnframt er þar tekið fram að málið sé enn í rannsókn og að starfsmenn Samherja hafi ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot. Nokkrir namibískir embættismenn hafi hins vegar „verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tengslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja,“ segir í leiðréttingunni. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Í fréttinni sem um ræðir var sagt að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu. Fréttastofa RÚV hefur nú dregið þá fullyrðingu til baka og segir að hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Sjá einnig: Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ „Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12.nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“ Í leiðréttingunni frá fréttastofu RÚV er vísað til fyrri umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá því Samherji hafi greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur. „Þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.“ Jafnframt er þar tekið fram að málið sé enn í rannsókn og að starfsmenn Samherja hafi ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot. Nokkrir namibískir embættismenn hafi hins vegar „verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tengslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja,“ segir í leiðréttingunni.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira