Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 22:00 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir. Fréttir af flugi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir.
Fréttir af flugi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira