Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Rannsóknarskip hafrannsóknarstofnunnar, Ári Friðriksson. Vísir /Vilhelm Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.
Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00