Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 12:24 Borgin Korat er norðaustur af Bangkok. getty/Ben Davies Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50. Taíland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50.
Taíland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira