Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 17:45 Luka og félagar í Dallas mæta öflugu liði Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. AP Photo/Aaron Gash Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45
Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30