Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 17:45 Luka og félagar í Dallas mæta öflugu liði Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. AP Photo/Aaron Gash Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45
Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30