Skoðun

Kæri lög­reglu­stjóri!

Friðrik Sigurðsson skrifar

Sæl Halla Bergþóra, velkomin sértu til starfa sem lögreglustjóri hjá okkur á Höfuðborgarsvæðinu. Mig langaði til að senda þér smá línu, héðan úr efri byggðum Kópavogs, hvar búa og starfa hátt í 10 þúsund manns. Við sem hér búum höfum af því talsverðar áhyggjur hvernig umferðarmálum háttar, þá sérstaklega höfum við áhyggjur af umferð á skellinöðrum og rafmagnsvespum, sem stýrt er af nýjustu ökumönnunum í hverfinu. Í mörgum tilfellum virðast þeir ofmeta eigin reynslu og akstursgetu og vanmeta eigin hraða, bæði á götum og göngustígum. Ég velti því upp hvort þú gætir ekki sett nokkurn hóp af þínu fólki í það að leiðbeina þessum ágætu ungu ökumönnum hvernig best er að bera sig að við meðhöndlun á þessum tækjum. Jafnvel bara að vera meira sýnileg á svæðinu gæti hjálpað til. Mín reynsla er sú að þegar skólar hefjast í ágúst er mest um að vera og áhættan því meiri á þeim tíma.

Ég hef trú á því að ef þitt fólk væri enn sýnilegra í efri byggðum gæti það einnig haft áhrif á rán og rupl á svæðinu, fyrir utan hvað það væri ánægjulegt fyrir okkur íbúana að hafa ykkur í hverfinu.

Þú skoðar þetta nú endilega fyrir okkur. Vertu svo hjartanlega velkomin í efri byggðir Kópavogs við fyrsta tækifæri.

Höfundur er formaður Viðreisnar í Kópavogi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Tölum um gæði

Sigríður Maack,Jóhanna Høeg Sigurðardóttir,Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.