Enski boltinn

Sol­skjær leitar til í­þrótta­sál­fræðings vegna vand­ræða gegn smærri liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn leitar aðrar leiðir.
Norðmaðurinn leitar aðrar leiðir. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er sagður vilja fá íþróttasálfræðing til starfa hjá félaginu.

Norðmaðurinn er áhyggjufullur yfir því hversu illa hefur gengið gegn smærri liðum deildarinnar og því vill hann hjálp utan frá.

Lærisveinar Solskjær hafa sýnt styrk sinn gegn Tottenham og Manchester United en jafntefli á heimavelli gegn smærri liðum hringir viðvörunarbjöllum.







United spilar við Burnley í kvöld og segja enskir miðlar frá því í dag að Solskjær hafi hvatt starfsfólk sitt til þess að finna besta íþróttasálfræðinginn í verkefnið.

Chelsea gerði jafntefli í gær svo United getur með sigri gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í kvöld minnkað forskot Chelsea í fjórða sætinu niður í þrjú stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×