Notaði stól sem vopn í miklum slagsmálum í bandaríska háskólaboltanum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 13:15 Silvio De Sousa með stól að vopni í miðjum slagsmálunum. Hann gerði ferli sínum engan greiða með hegðun sinni. Getty/Jamie Squire Allt varð vitlaust í lok leiks Kansas skólanna í bandaríska háskólaboltanum í nótt og bandarískir miðlar hafa birt allskonar myndbönd af öllum látunum. Kansas vann þarna 81-60 sigur á Kansas State í leiknum og urðu slagsmálin í lok leiksins. Kveikjan var þegar Silvio De Sousa, framherji sigurliðsins í Kansas, varði skot DaJuan Gordon hjá Kansas State með tilþrifum og stóð síðan yfir honum á eftir. Í framhaldinu ruku leikmenn úr báðum liðum til þeirra og úr urðu ljót slagsmál sem tók langan tíma að leiða til lykta. A college basketball game between rivals Kansas and Kansas State ended in a bench-clearing brawl Tuesday night. https://t.co/WUfzsgqMn8— NBC News (@NBCNews) January 22, 2020 Forsaga atviksins var kannski aðeins lengi. Leikmenn Kansas State tóku áður boltann af Silvio De Sousa þegar hann var að láta tímann renna út. Hann var ekki sáttur með að fá ekki að rekja boltann úr leikinn eins og er venjan þegar leikurinn er löngu unninn. Silvio De Sousa fékk útrás fyrir reiði sína með því að gera lítið úr leikmanni Kansas State, fyrst með því að verja skotið hans með látum en svo með því að standa yfir þessum unga stráki í Kansas State sem er á sínu fyrsta ári í skólanum. Silvio De Sousa var manna brjálaðastur og lét hnefahöggin dynja á mönnum. Hann var líka kominn með stól sem vopn í miðjum slagsmálunum eins og sést á myndum. Sem betur fer náði aðstoðarþjálfari liðsins, Jerrance Howard, að taka stólinn af De Sousa áður en hann stórslasaði ekki menn. Það tók nokkrar mínútur að stilla til friðar en það tókst eftir að þjálfara liðanna fengu öryggisverði og fleiri til að róa menn niður. Our colleagues at the Kansas City Star have multiple angles on the Kansas-Kansas State brawl. https://t.co/FwU6LlTTQR— Herald-Leader Sports (@KentuckySports) January 22, 2020 Atvikið varð áður en leiklukkan rann út. Eftir dágóðan tíma þurftu því leikmenn að koma aftur út á völlinn til að klára síðustu sekúndu leiksins. Kansas State endaði leikinn á því að taka tæknivíti. Hér fyrir neðan má sjá myndband ESPN af öllum látunum. Körfubolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Allt varð vitlaust í lok leiks Kansas skólanna í bandaríska háskólaboltanum í nótt og bandarískir miðlar hafa birt allskonar myndbönd af öllum látunum. Kansas vann þarna 81-60 sigur á Kansas State í leiknum og urðu slagsmálin í lok leiksins. Kveikjan var þegar Silvio De Sousa, framherji sigurliðsins í Kansas, varði skot DaJuan Gordon hjá Kansas State með tilþrifum og stóð síðan yfir honum á eftir. Í framhaldinu ruku leikmenn úr báðum liðum til þeirra og úr urðu ljót slagsmál sem tók langan tíma að leiða til lykta. A college basketball game between rivals Kansas and Kansas State ended in a bench-clearing brawl Tuesday night. https://t.co/WUfzsgqMn8— NBC News (@NBCNews) January 22, 2020 Forsaga atviksins var kannski aðeins lengi. Leikmenn Kansas State tóku áður boltann af Silvio De Sousa þegar hann var að láta tímann renna út. Hann var ekki sáttur með að fá ekki að rekja boltann úr leikinn eins og er venjan þegar leikurinn er löngu unninn. Silvio De Sousa fékk útrás fyrir reiði sína með því að gera lítið úr leikmanni Kansas State, fyrst með því að verja skotið hans með látum en svo með því að standa yfir þessum unga stráki í Kansas State sem er á sínu fyrsta ári í skólanum. Silvio De Sousa var manna brjálaðastur og lét hnefahöggin dynja á mönnum. Hann var líka kominn með stól sem vopn í miðjum slagsmálunum eins og sést á myndum. Sem betur fer náði aðstoðarþjálfari liðsins, Jerrance Howard, að taka stólinn af De Sousa áður en hann stórslasaði ekki menn. Það tók nokkrar mínútur að stilla til friðar en það tókst eftir að þjálfara liðanna fengu öryggisverði og fleiri til að róa menn niður. Our colleagues at the Kansas City Star have multiple angles on the Kansas-Kansas State brawl. https://t.co/FwU6LlTTQR— Herald-Leader Sports (@KentuckySports) January 22, 2020 Atvikið varð áður en leiklukkan rann út. Eftir dágóðan tíma þurftu því leikmenn að koma aftur út á völlinn til að klára síðustu sekúndu leiksins. Kansas State endaði leikinn á því að taka tæknivíti. Hér fyrir neðan má sjá myndband ESPN af öllum látunum.
Körfubolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira