Handbolti

Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Létu ekki einu sinni reka sig útaf í 2 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir náðu ekki heldur að láta finna almennilega fyrir sér í leiknum. Þeir léku í 60 mínútur án þess að fá tvær mínútur.
Íslensku strákarnir náðu ekki heldur að láta finna almennilega fyrir sér í leiknum. Þeir léku í 60 mínútur án þess að fá tvær mínútur. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Íslenska karlalandsliðið í handbolta steinlá með sjö marka mun á móti Svíum í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta voru líka slökustu 60 mínútur íslenska liðsins á mótinu.

Íslenska liðið var bitlaust og bensínlaust frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Svíar virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir þessum sigri.

Það var helst vinstri hornamennirnir (Bjarki og Guðjón Valur með 9 mörk saman) og Kári Kristjánsson (5 mörk) sem voru að skila einhverju í sókninni og vörnin og markvarslan eru síðan sér kafli útaf fyrir sig.  Haukur Þrastason bjó líka til sex mörk á þeim tæpu sextán mínútum sem hann spilaði.

Boltinn gekk lengstum vel í gegnum Aron Pálmarsson sem var að búa til fyrir félaga sína bæði með stoðsendingum eða með því að vinna mann. Hann reyndi hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn og ekkert þeirra fór í markið. Það var eins og hann vildi ekki skjóta á markið.

Svíar höfðu lítið fyrir flestum sóknum sínum og íslenska liðið lét hreinlega labba yfir sig. Íslensku varnarmennirnir létu ekki einu sinni reka sig útaf allan leikinn sem er ótrúleg tölfræði hjá liði á Evrópumóti.

Svíar voru kærulausir í lokin og leyfðu sér að klúðra nokkrum skotum og því munaði „bara“ nítján prósentum á skotnýtingu liðanna í loka en lengstum var munurinn miklu meiri.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum sjöunda og síðasta leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.


- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Svíþjóð á EM 2020 -

Hver skoraði mest:
1. Kári Kristján Kristjánsson    5
1. Bjarki Már Elísson    5/1
3. Guðjón Valur Sigurðsson    4
4. Alexander Petersson    3
5. Sigvaldi Guðjónsson    2
5. Haukur Þrastarson    2

Hver varði flest skot:
1. Viktor Gísli Hallgrímsson 5 (23%)
2. Björgvin Páll Gústavsson 2 (12%)

Hver spilaði mest í leiknum:
1. Aron Pálmarsson 45:15
2. Ýmir Örn Gíslason 37:41
3. Alexander Petersson 34:40
4. Viktor Gísli Hallgrímsson 32:47
5. Bjarki Már Elísson 30:00
5. Guðjón Valur Sigurðsson 30:00
5. Arnór Þór Gunnarsson 30:00

Hver skaut oftast á markið:
1. Alexander Petersson    9
2. Kári Kristján Kristjánsson    6
3. Bjarki Már Elísson    5
3. Guðjón Valur Sigurðsson    5
5. Ólafur Guðmundsson    4

Hver gaf flestar stoðsendingar:
1. Aron Pálmarsson    6
2. Haukur Þrastarson    4
2. Viggó Kristjánsson    4
4. Ólafur Guðmundsson    2
4. Sveinn Jóhannsson    2

Hver átti þátt í flestum mörkum:
1. Haukur Þrastarson 6 (2+4)
1. Aron Pálmarsson 6 (0+6)
3. Kári Kristján Kristjánsson 5 (5+0)
3. Bjarki Már Elísson 5 (5+0)
3. Viggó Kristjánsson 5 (1+4)

Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
1. Elvar Örn Jónsson 4
1. Ýmir Örn Gíslason 4
3. Aron Pálmarsson 3
3. Alexander Petersson 3
5. Viggó Kristjánsson 2
5. Ólafur Guðmundsson 2

Hver tapaði boltanum oftast:
1. Björgvin Páll Gústavsson 2
1. Viggó Kristjánsson 2

Hver fiskaði flest víti:
1. Kári Kristján Kristjánsson 1
1. Alexander Petersson 1
1. Elvar Örn Jónsson 1

Hver hljóp mest: Aron Pálmarsson 3,2 km
Hver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klst
Hver stökk hæst: Elvar Örn Jónsson 65 sm
Hver átti fastasta skotið: Haukur Þrastarson 126 km/klst
Hver átti flestar sendingar: Aron Pálmarsson 130

Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
1. Bjarki Már Elísson 8,1
2. Kári Kristján Kristjánsson 8,0
3. Haukur Þrastarson 7,5
4. Guðjón Valur Sigurðsson 7,1
5. Viggó Kristjánsson 6,7

Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
1. Ýmir Örn Gíslason 7,3
2. Elvar Örn Jónsson 6,7
3. Alexander Petersson 6,5
4. Viggó Kristjánsson 6,4
5. Aron Pálmarsson 6,2

- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
4 með langskotum
3 með gegnumbrotum
6 af línu
1 úr hægra horni
10 úr hraðaupphlaupum (4 með seinni bylgju)
1 úr vítum
4 úr vinstra horni

- Plús & mínus kladdinn í leiknum -

Mörk með langskotum: Svíþjóð +6 (10-4)
Mörk af línu: Svíþjóð +2 (8-6)
Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +5 (10-5)
Tapaðir boltar: Ísland +2 (9-7)
Fiskuð víti: Ísland +2 (3-1)

Varin skot markvarða: Svíþjóð +8 (15-7)
Varin víti markvarða: Ekkert
Misheppnuð skot: Ísland +9 (24-15)
Löglegar stöðvanir: Ísland +13 (19-6)
Refsimínútur: Svíþjóð +8 mín. (8-0)

- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -

Fyrri hálfleikurinn:
1. til 10. mínúta: Svíþjóð +3 (6-3)
11. til 20. mínúta: Svíþjóð +1 (6-5)
21. til 30. mínúta: Svíþjóð +3 (6-3)

Seinni hálfleikurinn:
31. til 40. mínúta: Svíþjóð +1 (5-4)
41. til 50. mínúta: Ísland +1 (5-4)
51. til 60. mínúta: Jafnt (5-5)

Byrjun hálfleikja: Svíþjóð +4 (11-7)
Lok hálfleikja: Svíþjóð +3 (11-8)
Fyrri hálfleikur: Svíþjóð +7 (18-11)
Seinni hálfleikur: Jafnt (14-14)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.