Handbolti

Topparnir í tölfræðinni á móti Slóveníu: Réðu ekkert við Bombac og Ferlin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slóvenar fagna sigri í leikslok.
Slóvenar fagna sigri í leikslok. EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum á móti Slóvenum, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki.

Íslenska liðið réð ekkert við tvo leikmenn slóvenska liðsins, Dean Bombac sundurspilaði íslensku vörnina hvað eftir annað og Klemen Ferlin varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Báða létu íslensku strákana líta út eins og tvo af bestu handboltamönnum heims.  Dean Bombac var með 9 mörk og 12 stoðsendingar og Klemen Ferlin varði 20 skot.

Íslenska liðið gerði sér heldur engan greiða með því að lenda fimm mörkum undir í upphafi leiks, 2-7. Íslensku strákarnir gerðu vel í að koma sér aftur inn í leikinn þegar Guðmundur setti áhugalausan Aron Pálmarsson á bekkinn. Varamenn íslenska liðsins áttu nokkrir fína spretti en liðið vantaði mun meira til ógna eitthvað sigri Slóvena.

Slóvenska liðið skoraði 11 mörk eftir gegnumbrot og 6 mörk af línunni. 17 mörk komu því þegar Slóvenarnir komust í gegnum miðja íslensku vörnina sem er eitthvað sem við höfum ekki séð mikið af á þessu móti.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti flotta innkomu og varði þrjú víti og Björgvin Páll Gústavsson varði líka ágætlega stærsta hluta leiksins. Ólafur Guðmundsson (fyrri hálfleik) og Viggó Kristjánsson (seinni hálfleik) áttu líka mjög góða hálfleika þegar þeir leystu af þá Aron Pálmarsson og Alexander Petersson sem virkuðu báðir orkulausir.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fjórða leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Slóveníu á EM 2020 -

Hver skoraði mest:
1. Bjarki Már Elísson    6/2
2. Viggó Kristjánsson    5
3. Janus Daði Smárason    4
4. Aron Pálmarsson    3
4. Ólafur Guðmundsson    3
4. Sigvaldi Guðjónsson    3

Hver varði flest skot:
1. Björgvin Páll Gústavsson 13 (39%)
2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/3 (41%)

Hver spilaði mest í leiknum:
1. Sigvaldi Guðjónsson 60:00
2. Bjarki Már Elísson 58:27
3. Björgvin Páll Gústavsson 42:36
4. Alexander Petersson 36:48
5. Aron Pálmarsson 34:36
6. Ýmir Örn Gíslason 33:58

Hver skaut oftast á markið:
1. Aron Pálmarsson    9
1. Bjarki Már Elísson    9
3. Janus Daði Smárason    7
4. Ólafur Guðmundsson    5
4. Viggó Kristjánsson    5

Hver gaf flestar stoðsendingar:
1. Janus Daði Smárason    5
2. Aron Pálmarsson    4
3. Elvar Örn Jónsson    3
4. Björgvin Páll Gústavsson    2
4. Ólafur Guðmundsson    2

Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar)
1. Janus Daði Smárason 9 (4+5)
2. Aron Pálmarsson 7 (3+4)
3. Bjarki Már Elísson 6 (6+0)
4. Ólafur Guðmundsson 5 (3+2)
5. Elvar Örn Jónsson 4 (1+3)
5. Sigvaldi Guðjónsson 4 (3+1)

Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz)
1. Ýmir Örn Gíslason 8
2. Elvar Örn Jónsson 7
3. Viggó Kristjánsson 5
4. Ólafur Guðmundsson 3
5. Janus Daði Smárason 2

Hver tapaði boltanum oftast:
1. Ólafur Guðmundsson 2
1. Alexander Petersson 2

Hver vann boltann oftast:
1. Ýmir Örn Gíslason 1

Hver fiskaði flest víti:
1. Kári Kristján Kristjánsson 1
1. Bjarki Már Elísson 1

Hver hljóp mest: Sigvaldi Guðjónsson 4,9 km
Hver hljóp hraðast: Guðjón Valur Sigurðsson 28 km/klst
Hver stökk hæst: Elvar Örn Jónsson 69 sm
Hver átti fastasta skotið: Janus Daði Smárason 131 km/klst
Hver átti flestar sendingar: Janus Daði Smárason 155

Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
1. Viggó Kristjánsson 8,5
2. Janus Daði Smárason 7,8
3. Bjarki Már Elísson 7,3
4. Sigvaldi Guðjónsson 7,1
5. Aron Pálmarsson 7,0

Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
1. Ýmir Örn Gíslason 10,0
2. Elvar Örn Jónsson 7,3
3. Viggó Kristjánsson 6,8
4. Ólafur Guðmundsson 6,2
5. Janus Daði Smárason 5,8

- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
7 með langskotum
9 með gegnumbrotum
1 af línu
1 úr hægra horni
6 úr hraðaupphlaupum (1 með seinni bylgju)
2 úr vítum
2 úr vinstra horni

- Plús & mínus kladdinn í leiknum -

Mörk með langskotum: Ísland +2 (7-5)
Mörk af línu: Slóvenía -5 (1-6)
Mörk úr gegnumbrotum: Slóvenía +2 (11-9)
Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +2 (6-4)
Tapaðir boltar: Slóvenía +1 (9-8)
Fiskuð víti: Slóvenía 4 (6-2)

Varin skot markvarða: Jafnt (20-20)
Varin víti markvarða: Ísland +3 (3-0)
Misheppnuð skot: Ísland +6 (20-14)
Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (27-19)
Refsimínútur: Jafnt (8 mín. - 8 mín.)

- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -

Fyrri hálfleikurinn:
1. til 10. mínúta: Slóvenía +4 (6-2)
11. til 20. mínúta: Ísland +3 (6-3)
21. til 30. mínúta: Jafnt (6-6)

Seinni hálfleikurinn:
31. til 40. mínúta: Slóvenía +3 (4-1)
41. til 50. mínúta: Slóvenía +4 (6-2)
51. til 60. mínúta: Ísland +3 (8-5)

Byrjun hálfleikja: Slóvenía +7 (10-3)
Lok hálfleikja: Ísland +3 (14-11)
Fyrri hálfleikur: Slóvenía +1 (15-14)
Seinni hálfleikur: Slóvenía +2 (15-13)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.