Handbolti

Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slóveninn Dean Bombac lét forráðamenn EHF heyra það eftir leikinn gegn Spáni.
Slóveninn Dean Bombac lét forráðamenn EHF heyra það eftir leikinn gegn Spáni. vísir/epa

Leikmenn Spánar og Slóveníu voru harðorðir í garð EHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, og skipuleggjenda EM 2020 eftir leik liðanna í undanúrslitum mótsins í gær.Fyrri undanúrslitaleikurinn milli Noregs og Króatíu var tvíframlengdur og það setti strik í reikning Spánverja og Slóvena.Leikmenn liðanna gátu ekki hitað venjulega upp fyrir leikinn og upphitunin fór fram á áhorfendasvæði (e. fan zone) við hliðina á Tele2 Arena í Stokkhólmi.„Þetta er ekki eðlilegt. Mér finnst þetta til skammar. Þú getur ekki hitað svona upp fyrir mikilvægan leik. Það verður að gera þetta betur,“ sagði Viran Morros, varnarjaxl Spánar við TV 2 í Danmörku eftir leikinn.„Svona er skipulagið í þessari íþrótt. Við höfum ekkert lært af fótbolta og körfubolta og erum langt á eftir þessum íþróttum. Þetta er vandamál,“ sagði Dean Bombac, leikstjórnandi Slóveníu.Slóvenar töpuðu fyrir Spánverjum, 34-32, og leika því um bronsið í dag, aðeins 19 klukkutímum eftir undanúrslitaleikinn.„Við spiluðum á þriðjudegi og miðvikudegi, fengum einn hvíldardag, og þetta verða alls fjórir leikir á fimm dögum. Þetta er ekki eðlilegt og þessu þarf að breyta. Þetta er ómannúðlegt,“ sagði Bombac.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.