Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2020 11:15 Slóveninn Dean Bombac lét forráðamenn EHF heyra það eftir leikinn gegn Spáni. vísir/epa Leikmenn Spánar og Slóveníu voru harðorðir í garð EHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, og skipuleggjenda EM 2020 eftir leik liðanna í undanúrslitum mótsins í gær. Fyrri undanúrslitaleikurinn milli Noregs og Króatíu var tvíframlengdur og það setti strik í reikning Spánverja og Slóvena. Leikmenn liðanna gátu ekki hitað venjulega upp fyrir leikinn og upphitunin fór fram á áhorfendasvæði (e. fan zone) við hliðina á Tele2 Arena í Stokkhólmi. „Þetta er ekki eðlilegt. Mér finnst þetta til skammar. Þú getur ekki hitað svona upp fyrir mikilvægan leik. Það verður að gera þetta betur,“ sagði Viran Morros, varnarjaxl Spánar við TV 2 í Danmörku eftir leikinn. „Svona er skipulagið í þessari íþrótt. Við höfum ekkert lært af fótbolta og körfubolta og erum langt á eftir þessum íþróttum. Þetta er vandamál,“ sagði Dean Bombac, leikstjórnandi Slóveníu. Slóvenar töpuðu fyrir Spánverjum, 34-32, og leika því um bronsið í dag, aðeins 19 klukkutímum eftir undanúrslitaleikinn. „Við spiluðum á þriðjudegi og miðvikudegi, fengum einn hvíldardag, og þetta verða alls fjórir leikir á fimm dögum. Þetta er ekki eðlilegt og þessu þarf að breyta. Þetta er ómannúðlegt,“ sagði Bombac. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð Spánn var lengst af með yfirhöndina gegn Slóvenía og vann tveggja marka sigur, 34-32. 24. janúar 2020 21:17 Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Leikmenn Spánar og Slóveníu voru harðorðir í garð EHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, og skipuleggjenda EM 2020 eftir leik liðanna í undanúrslitum mótsins í gær. Fyrri undanúrslitaleikurinn milli Noregs og Króatíu var tvíframlengdur og það setti strik í reikning Spánverja og Slóvena. Leikmenn liðanna gátu ekki hitað venjulega upp fyrir leikinn og upphitunin fór fram á áhorfendasvæði (e. fan zone) við hliðina á Tele2 Arena í Stokkhólmi. „Þetta er ekki eðlilegt. Mér finnst þetta til skammar. Þú getur ekki hitað svona upp fyrir mikilvægan leik. Það verður að gera þetta betur,“ sagði Viran Morros, varnarjaxl Spánar við TV 2 í Danmörku eftir leikinn. „Svona er skipulagið í þessari íþrótt. Við höfum ekkert lært af fótbolta og körfubolta og erum langt á eftir þessum íþróttum. Þetta er vandamál,“ sagði Dean Bombac, leikstjórnandi Slóveníu. Slóvenar töpuðu fyrir Spánverjum, 34-32, og leika því um bronsið í dag, aðeins 19 klukkutímum eftir undanúrslitaleikinn. „Við spiluðum á þriðjudegi og miðvikudegi, fengum einn hvíldardag, og þetta verða alls fjórir leikir á fimm dögum. Þetta er ekki eðlilegt og þessu þarf að breyta. Þetta er ómannúðlegt,“ sagði Bombac.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð Spánn var lengst af með yfirhöndina gegn Slóvenía og vann tveggja marka sigur, 34-32. 24. janúar 2020 21:17 Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð Spánn var lengst af með yfirhöndina gegn Slóvenía og vann tveggja marka sigur, 34-32. 24. janúar 2020 21:17
Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51