Handbolti

Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raúl Entrerrios hefur leikið einkar vel fyrir Spán á EM.
Raúl Entrerrios hefur leikið einkar vel fyrir Spán á EM. vísir/epa

Spánn vann Slóveníu, 34-32, í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Spánverjar mæta Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Spánn hefur komist í úrslit á þremur Evrópumótum í röð. Árið 2016 tapaði liðið fyrir þýsku strákunum hans Dags Sigurðssonar en unnu Svíþjóð fyrir tveimur árum. Spánverjar geta því varið Evrópumeistaratitilinn með sigri í úrslitaleiknum á sunnudaginn.


Slóvenar byrjuðu leikinn ágætlega en Spánverjar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu þá fimm mörk gegn einu og náðu fjögurra marka forskoti, 13-9. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 20-15.

Í seinni hálfleik hleyptu Spánverjar Slóvenum aldrei nær sér en þremur mörkum fyrr en undir lokin.

Slóvenía þjarmaði þá að Spáni og Jure Dolenec minnkaði muninn í eitt mark, 33-32, þegar rúm mínúta var eftir. Eftir langa lokasókn kom Alex Dujshebaev Spáni svo í 34-32 þegar 13 sekúndur voru eftir.

Dujshebaev, Raúl Entrerrios og Ángel Fernández skoruðu sex mörk hver fyrir Spán.

Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Blaz Janc sex.

Slóvenía mætir Noregi í leiknum um 3. sætið á EM á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.