Handbolti

Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raúl Entrerrios hefur leikið einkar vel fyrir Spán á EM.
Raúl Entrerrios hefur leikið einkar vel fyrir Spán á EM. vísir/epa

Spánn vann Slóveníu, 34-32, í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Spánverjar mæta Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Spánn hefur komist í úrslit á þremur Evrópumótum í röð. Árið 2016 tapaði liðið fyrir þýsku strákunum hans Dags Sigurðssonar en unnu Svíþjóð fyrir tveimur árum. Spánverjar geta því varið Evrópumeistaratitilinn með sigri í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Slóvenar byrjuðu leikinn ágætlega en Spánverjar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu þá fimm mörk gegn einu og náðu fjögurra marka forskoti, 13-9. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 20-15.Í seinni hálfleik hleyptu Spánverjar Slóvenum aldrei nær sér en þremur mörkum fyrr en undir lokin.Slóvenía þjarmaði þá að Spáni og Jure Dolenec minnkaði muninn í eitt mark, 33-32, þegar rúm mínúta var eftir. Eftir langa lokasókn kom Alex Dujshebaev Spáni svo í 34-32 þegar 13 sekúndur voru eftir.Dujshebaev, Raúl Entrerrios og Ángel Fernández skoruðu sex mörk hver fyrir Spán.Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Blaz Janc sex.Slóvenía mætir Noregi í leiknum um 3. sætið á EM á morgun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.