Körfubolti

Granna­slag Lakers og Clippers frestað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrir utan Staples Center í Los Angeles mátti sjá þessa fallegu mynd.
Fyrir utan Staples Center í Los Angeles mátti sjá þessa fallegu mynd. vísir/getty

Grannaslag LA Lakers og LA Clippers hefur verið frestað en leikurinn átti að fara fram aðra nótt.

Þetta tilkynnti NBA-deildin í kvöld en Lakers átti þá að fá nágranna sína í Clippers í heimsókn.

Leiknum var frestað vegna fráfalls Kobe Bryant sem lét lífið í þyrluslysi á sunnudaginn ásamt átta öðrum, þar á meðal þrettán ára dóttur hans, Gianna.
Í tilkynningu frá NBA-deildinni segir að leiknum hafi verið frestað af virðingu við alla þá sem tengjast Lakers en Kobe spilaði með félaginu í tuttugu ár.

Hann hætti árið 2016 eftir tuttugu ára feril þar sem hann varð fimm sinnum NBA-meistari og var átján sinnum valinn í stjörnuliðið.

Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.


Tengdar fréttir

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.