Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds á Ás­brú

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst klukkan 8:33.
Tilkynning barst klukkan 8:33. Vísir/Einar Árnason

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi við Bogabraut á Ásbrú í Reykjanesbraut.

Að sögn starfsmanns Brunavarna Suðurnesja kom útkallið klukkan 8:33. Slökkvilið er á leiðinni á svæðið og fengust því ekki upplýsingar um umfang eldsins.

Uppfært 9:07: Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja á eldurinn að hafa verið minniháttar, en slökkvilið er þó enn að störfum. Frekari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært 9:58: Samkvæmt upplýsingum frá BS á eldurinn að hafa kviknað út frá samlokugrilli. Reykkafarar slökktu eldinn og virðist hafa farið betur en á horfðist. Er nú verið að reykræsta íbúðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.