Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds á Ás­brú

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst klukkan 8:33.
Tilkynning barst klukkan 8:33. Vísir/Einar Árnason

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi við Bogabraut á Ásbrú í Reykjanesbraut.

Að sögn starfsmanns Brunavarna Suðurnesja kom útkallið klukkan 8:33. Slökkvilið er á leiðinni á svæðið og fengust því ekki upplýsingar um umfang eldsins.

Uppfært 9:07: Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja á eldurinn að hafa verið minniháttar, en slökkvilið er þó enn að störfum. Frekari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært 9:58: Samkvæmt upplýsingum frá BS á eldurinn að hafa kviknað út frá samlokugrilli. Reykkafarar slökktu eldinn og virðist hafa farið betur en á horfðist. Er nú verið að reykræsta íbúðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.