Vinnum saman að betri heimi Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. janúar 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar