Sport

HM í frjálsum og Kínakappasturinn í hættu vegna kórónaveirunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jemma Reekie er í breska frjálsíþróttalandsliðinu en búist er við að Bretar dragi landslið sitt úr keppni á HM fari keppnin fram í  Nanjing í Kína.
Jemma Reekie er í breska frjálsíþróttalandsliðinu en búist er við að Bretar dragi landslið sitt úr keppni á HM fari keppnin fram í Nanjing í Kína. Getty/Stephen Pond

Svo getur farið að Wuhan-kórónaveiran muni hafa áhrif á tvo stóra íþróttaviðburði í Kína á næstu mánuðum.

Íþróttaviðburðirnir sem hér um ræðir eru HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem á að vera í Nanjing í Kína í mars og Kínakappasturinn í formúlu eitt sem á að fara fram í apríl.

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið mun taka ákvörðun á næstu tíu dögum hvað verður um heimsmeistaramótið.


Það er þannig búist við því að breska frjálsíþróttalandsliðið dragi sig út keppni vegna veirunnar eftir að yfirvöld í Bretlandi ráðlögðu löndum sínum að ferðast ekki til Kína.

Það er mun styttra í heimsmeistaramótið en formúluna því HM í frjálsum innanhúss á að fara fram 13. til 15. mars.

Yfirmenn formúlu eitt og stjórn FIA fylgjast líka vel með ástandinu í Kína en Kínakappasturinn á að fara fram í Shanghæ 19. apríl.

Tveimur minni íþróttaviðburðum hefur þegar verið aflýst í Kína á síðustu dögum en það var í fyrsta lagi forkeppni fyrir körfuboltakeppni Ólympíuleikanna sem var færð frá Kína til Serbíu og í öðru lagi forkeppni fyrir knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna sem átti að fara fram í Nanjing en verður nú í Sydney í febrúar.

Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Útbreiðsla hennar er enn í fullum gangi.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.