Sport

HM í frjálsum og Kínakappasturinn í hættu vegna kórónaveirunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jemma Reekie er í breska frjálsíþróttalandsliðinu en búist er við að Bretar dragi landslið sitt úr keppni á HM fari keppnin fram í  Nanjing í Kína.
Jemma Reekie er í breska frjálsíþróttalandsliðinu en búist er við að Bretar dragi landslið sitt úr keppni á HM fari keppnin fram í Nanjing í Kína. Getty/Stephen Pond

Svo getur farið að Wuhan-kórónaveiran muni hafa áhrif á tvo stóra íþróttaviðburði í Kína á næstu mánuðum.

Íþróttaviðburðirnir sem hér um ræðir eru HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem á að vera í Nanjing í Kína í mars og Kínakappasturinn í formúlu eitt sem á að fara fram í apríl.

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið mun taka ákvörðun á næstu tíu dögum hvað verður um heimsmeistaramótið.



Það er þannig búist við því að breska frjálsíþróttalandsliðið dragi sig út keppni vegna veirunnar eftir að yfirvöld í Bretlandi ráðlögðu löndum sínum að ferðast ekki til Kína.

Það er mun styttra í heimsmeistaramótið en formúluna því HM í frjálsum innanhúss á að fara fram 13. til 15. mars.

Yfirmenn formúlu eitt og stjórn FIA fylgjast líka vel með ástandinu í Kína en Kínakappasturinn á að fara fram í Shanghæ 19. apríl.

Tveimur minni íþróttaviðburðum hefur þegar verið aflýst í Kína á síðustu dögum en það var í fyrsta lagi forkeppni fyrir körfuboltakeppni Ólympíuleikanna sem var færð frá Kína til Serbíu og í öðru lagi forkeppni fyrir knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna sem átti að fara fram í Nanjing en verður nú í Sydney í febrúar.

Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Útbreiðsla hennar er enn í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×