Sport

Nadal úr leik á Opna ástralska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominic Thiem fagnar sigri.
Dominic Thiem fagnar sigri. Getty/Clive Brunskill

Spánverjinn Rafa Nadal er út leik á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir tap á móti Austurríksmanninum Dominic Thiem.

Rafa Nadal er efstur á heimslistanum og úrslitin koma því mikið á óvart. Dominic Thiem var fimmti í stykrleikaröðun inn á mótið.

Dominic Thiem vann leik þeirra 6-7 (3-7), 6-7, (4-7), 6-4 og 6-7 (6-8) eða samanlagt með þremur settum gegn einu. Thiem komst í 2-0 og Nadal var að berjast fyrir lífi sínu eftir það. Leikur þeirra tók fjóra tíma og tíu mínútur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dominic Thiem kemst svona langt á Opna ástralska meistaramótinu en hann hefur komist í úrslitaleikinn á Opna franska risamótinu.


Dominic Thiem er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Þjóðverjanum Alexander Zverev sem var sjöundi inn í mótið.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan þeir Roger Federer og Novak Djokovic sem voru í öðru og þriðja sæti í styrkleikaröðun mótsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.