Afdrifarík strategísk mistök Kristján Guy Burgess skrifar 11. janúar 2020 09:00 Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Íran Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun