Afdrifarík strategísk mistök Kristján Guy Burgess skrifar 11. janúar 2020 09:00 Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Íran Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar