Körfubolti

Körfuboltakvöld: Fannar í veðmálagír í framlengingu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fannar og Benni handsala eitt af minnst tveimur veðmálum.
Fannar og Benni handsala eitt af minnst tveimur veðmálum. vísir/skjáskot

Teitur Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Fannar Ólafsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í Körfuboltakvöldi síðastliðið föstudagskvöld þar sem 13.umferð Dominos deildarinnar var gerð upp.Framlengingin er einn allra vinsælasti dagskrárliður þáttarins þar sem þeir félagar fara yfir heitustu umræðuefnin í íslensku körfuboltasamfélagi.Botnbaráttan var rædd í þaula auk þess sem því var velt upp hvort Stjarnan myndi vinna rest. Fannar var í veðmálagír og spennandi að sjá hvernig veðmál hans við Benedikt enda.Framlenginguna má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Klippa: FramlenginginFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.